Fréttir

Landsmenn bjartsýnni

 

Á morgun mun Capacent Gallup birta væntingavísitölu sína fyrir júnímánuð, en sl. þriðjudag var birtingu vísitölunnar frestað um viku. Í maí sl. jukust væntingar neytenda lítillega frá fyrri mánuði, eða úr 71,3 stigum í 73,3 stig. Var þetta annar mánuðurinn í röð sem slík þróun var upp á teningnum. Á fyrstu fimm mánuðum ársins hefur gildi væntingavísitölunnar mælst að jafnaði 72,4 stig og hefur það ekki verið svo hátt á þessu tímabili síðan fyrir hrun. Er því ljóst að landsmenn eru mun bjartsýnni á efnahags- og atvinnulíf þjóðarinnar en þeir hafa verið frá hruni, sem kemur ekki spánskt fyrir sjónir enda í takti við þann efnahagsbata sem hér hefur orðið undanfarið. Á milli maí og júní í fyrra lækkaði vísitalan lítillega, eða úr 66,3 stigum í 65,4 stig.   Heimild...

 

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.