Fréttir

Mjög mikil velta var á íbúðamarkaði í maí mánuði

Mjög mikil velta var á íbúðamarkaði í maí mánuði en alls voru gerðir 492 kaupsamningar um íbúðahúsnæði á höfuðborgarsvæðinu  og er það mesti fjöldi samninga sem gerður hefur verið í einum mánuði síðan í desember 2007.  Heildarveltan nam 15 mö. kr og er meðalupphæð á hvern kaupsamning því 30,5 m. kr. Þetta er mikil aukning frá fyrri mánuði þegar veltan var rétt rúmlega 10 ma. kr sem er sama velta og hefur verið að meðaltali undanfarin tvö ár. Jókst veltan í maí sl. um rúmlega 40% frá fyrri mánuði hvort sem litið er til veltu eða fjölda kaupsamninga og frá sama mánuði fyrra árs nemur aukningin 20% á sömu mælikvörðum. 

Af þessum tölum má sjá að markaðurinn með íbúðarhúsnæði hefur nú tekið kröftuglega við sér en við reiknum með áframhaldandi verðhækkunum á næstu misserum. Til grundvallar liggja betri fjárhagsleg skilyrði heimilanna þ.e. hækkandi ráðstöfunartekjur, frekar lágir vextir sögulega, bætt aðgengi að lánsfé og eftirgjöf á skuldum heimilanna. Í nýrriþjóðhagsspá okkar spáum við að íbúðarhúsnæði muni hækka um 7-8% á ári út spátímann eða til ársins 2014. Raunverð íbúðarhúsnæði verður þó enn langt undir því sem það fór hæst fyrir hrun og að raunverðshækkanir húsnæðis verða hóflegar  næstu árin.  Heimild...

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.