Fréttir

Íbúðaverð hækkar í maí

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,3% í maí samkvæmt vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sem þjóðskrá Íslands birti í gær. Hefur vísitalan undanfarna 12 mánuði hækkað um 5,3% að nafnverði en staðið í stað að raunvirði. Umtalsverður munur var í verðþróun á sérbýli annars vegar og fjölbýli hins vegar í maí. Þannig hækkaði verði íbúða í fjölbýli um 1,3% í maí en íbúðir í sérbýli lækkuðu hinsvegar um 2,2% frá fyrri mánuði. Undanfarið ár hafa íbúðir í fjölbýli hækkað um 5,8% en íbúðir í sérbýli hafa hækkað öllu minna eða um 3,8%.  Heimild...

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.