Fréttir

Veltan á fasteignamarkaðinum jókst um 26,5% í mars

Veltan á fasteignamarkaðinum í höfuðborginni jókst um 26,5% í mars miðað við sama mánuð í fyrra. Fjöldi kaupsamninga jókst um 8,8%.


Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands. Þar segir að fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í mars s.l. var 445. Heildarvelta nam 14,5 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 32,6 milljónir króna.

Í mars í fyrra var 409 kaupsamningum þinglýst, velta nam 11,5 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 28,1 milljón króna.  Heimild ...

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.