Fréttir

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu í desember 2011

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 332,5 stig í desember 2011 (janúar 1994=100) og hækkaði um 0,9% frá fyrri mánuði. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 2,0%, síðastliðna 6 mánuði hækkaði hún um 3,5% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 9,9%.

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs.

Íbúðarhúsnæði er skipt í flokka eftir stærð og hvort það telst fjölbýli eða sérbýli. Reiknað er meðalfermetraverð fyrir 9 flokka íbúðarhúsnæðis. Niðurstaðan er vegin með hlutdeild viðkomandi flokks í heildarverðmæti á markaði miðað við undangengna 24 mánuði.

Birtingu vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á hverjum tíma. Þjóðskrá Íslands áskilur sér rétt til að endurskoða vísitöluna aftur í tímann í ljósi fyllri gagna eða fágaðri aðferðafræði. Vísitalan er ekki ætluð til að verðtryggja fjárskuldbindingar.  Heimild ....

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.