Fréttir

Bauhaus gæti opnað á næstu mánuðum

Á næstu mánuðum gæti lifnað yfir 21 þúsund fermetra verslunarhúsnæði þýska byggingavörurisans Bauhaus við Úlfarsfell sem staðið hefur autt frá árinu 2008. Viðskiptablaðið greinir frá því í dag að byrjað verði að auglýsa aftur eftir starfsfólki í verslunina í lok þessa mánaðar.

Á sínum tíma voru um 160 til 180 störf í boði hjá Bauhaus haustið 2008 og gríðarleg eftirspurn var eftir störfum þar þar sem um 1.400 manns sóttu um. Ráðið hafði verið í fjölmargar stöður þegar ákveðið var að fresta opnun verslunarinnar og hefur Bauhaus-höllin staðið auð og yfirgefin við Lambhagaveg síðan.

Í samtali við Viðskiptablaðið í dag vill framkvæmdastjóri Bauhaus þó ekki staðfesta nákvæma dagsetningu á því hvenær verslunin opni loks.  Lesa meira ...

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.