Fréttir

Fasteignasalinn í samstarf við Evu Ingimarsdóttur innanhúsarkitekt

Fasteignasalinn kynnir með stolti samstarf við Evu Ingimarsdóttur, innanhúsarkitekt.  Eva mun veita öllum seljendum ókeypis ráðgjöf áður en eignin er sett á sölu.  Kaupendum stendur einnig til boða að nýta þjónustu Evu gegn nánara samkomulagi.

Eva útskrifaðist með master í innanhúsarkitekt frá Mílanó á Ítalíu 2004 og hefur unnið sem innanhúsarkitekt frá námi, bæði á stofum og sjálfstætt starfandi.  Eva er gift 3ja barna móðir.