Fréttir

Hrafnhildur Björk Baldursdóttir hefur störf hjá Fasteignasalanum

Hrafnhildur útskrifaðist með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2011.  Hún hefur áralanga reynslu af félagsstörfum en hún hefur gegnt ábyrgðastörfum á sviði stjórnmála, innan íþóttahreyfingarinnar og  tekið virkan þátt í foreldrastarfi í leik- og grunnskóla.  Hrafnhildur bjó í Chicago í Bandaríkjunum ásamt fjölskyldu sinni á árunum 1992-1994.
Hrafnhildur hefur fylgst með fasteignamarkaðnum af áhuga um allnokkurt skeið og kom meðal annars að byggingu parhúsa sem eigið fjölskyldufyrirtæki sá um að byggja.
Hrafnhildur er fráskilin, á tvo syni og eina dóttur og býr í Reykjavík.
Hún hóf nám til löggildingar fasteignasala nú í haust.