Fréttir

Mikil aukning á útlánum ÍLS

Í ágúst síðastliðnum námu almenn útlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) rúmlega 2,3 mö.kr. Er það um 44% hærri fjárhæð en þau voru í ágúst í fyrra. Hafa nú útlán sjóðsins til íbúðarkaupa aukist milli ára allt frá júlí á síðasta ári, þó að febrúar síðastliðnum undanskildum þegar þau stóðu í stað. Sé tekið mið af fyrstu átta mánuðum ársins er heildarfjárhæð almennra lána 15,9 ma.kr. en var um 11,0 ma.kr. á sama tímabili í fyrra. Jafngildir þetta aukningu upp á 45%. Þessi þróun er í takti við tölur Þjóðskrár Íslands sem sýna gríðarlega fjölgun á kaupsamningum á íbúðarhúsnæði milli ára. Nú í ágúst síðastliðnum var þinglýst alls 407 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, sem eru tvöfalt fleiri kaupsamningar en þinglýst var á sama tíma í fyrra. Á fyrstu átta mánuðum þessa árs hefur verið þinglýst 2.777 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði sem 76% aukning frá sama tímabili í fyrra.  Til viðbótar við almenn útlán veitti sjóðurinn önnur útlán upp á 100 m.kr. sem er sama fjárhæð og lánuð var á sama tíma í fyrra. Önnur útlán má gróflega nálga sem útlán vegna leiguhúsnæðis. Sé litið til fjárhæðar þeirra það sem af er ári má sjá að þau hafa verulega dregist saman og í raun hafa þau sjaldan verið lægri en nú á árinu. Þannig nema önnur útlán sjóðsins á fyrstu átta mánuðum þessa árs 1,5 mö.kr. samanborið við tæpa 5,4 ma.kr. á sama tímabili í fyrra. Þetta má m.a. sjá í mánaðarskýrslu ÍLS sem birt var í gær.  Lesa meira ...

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.