Fréttir

Bóla á leigumarkaði að dala

Fram kemur í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka að á sama tíma og þinglýstum kaupsamningum um íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu hafi fjölgað um 76 prósent á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við síðasta ár hafi leigusamningum um íbúðahúsnæði fækkað um 3,1 prósent. Þetta segir deildin vísbendingu um að sumir séu að færa sig úr leiguhúsnæði yfir í eignarhúsnæði um þessar mundir.

Ein af ástæðunum fyrir þessum umskiptum sé sú að efnahagur margra heimila sé betri og kaupmáttur meiri. Þá sé fasteignaverð á uppleið og íbúðakaup því álitlegur fjárfestingarkostur.

Greining Íslandsbanka rifjar upp að leigumarkaðurinn hafi tvöfaldast á árunum 2008 og 2009. Þá hafi fjárhagur heimilanna versnað, aðgangur að lánsfjármagni orðið erfiðari og lækkandi húsnæðisverð hafi gert fasteignakaup óálitlegan fjárfestingarkost.  Lesa meira ....

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.