Fréttir

Fagnar framtaki Arion. Margir hafa áhuga á óverðtryggðum fasteignalánum

Formaður Félags fasteignasala, fagnar þeim tegundum óverðtryggðra fasteignalána sem Arion banki hefur nú kynnt til sögunnar og telur víst að margir hafi áhuga á slíkum lánum eftir það sem á undan er gengið.

Tilkynnti Arion banki í vikunni að bankinn hyggist bjóða viðskiptavinum sínum óverðtryggð íbúðalán til 25 eða 40 ára. Yrðu þau lán með föstum vöxtum til fimm ára. Eru þó vextir á þeim lánum endurskoðaðir á fimm ára fresti og taka mið af markaðsvöxtum sem í gildi eru á hverjum tíma.

Um tvennskonar óverðtryggð lán er að ræða. Annars vegar lán sem nema allt að 60% af veðhlutfalli fasteignar, bera 6,45% fasta vexti í fimm ár og eru til 25 eða 40 ára. Hins vegar viðbótarlán sem nema frá 60% til 80% af veðhlutfalli fasteignar og bera 7,55% fasta vexti í fimm ár.

Óverðtryggðu lánin geta í flestum tilvikum verið betri kostur fyrir þá sem þola þyngri greiðslubyrði en í staðinn eru vextir mun lægri en ella þegar upp er staðið. Telur Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala, engan vafa leika á að eftirspurn sé eftir slíkum valkostum á fasteignamarkaði.

„Þessi verðtryggðu lán hafa verið algjör martröð á þjóðinni í rúmlega 30 ár. Það er engin leið fyrir fólk að vita hvernig það stendur eftir 5 eða 10 ár.“

Þá hafa líkurnar á að Íbúðalánasjóður fái leyfi til að bjóða slík lán í vikunni þegar félags- og trygginganefnd Alþingis samþykkti að gera um slíkt tillögu og leggja fyrir þingið. Varaformaður nefndarinnar, Sigríður Ingribjörg Ingadóttir, telur ekki fráleitt að ætla að lög þess efnis verði samþykkt strax í þessum mánuði.  Lesa meira...

Lesa ítarlegri úttekt hérna

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.