Fréttir

Fasteignasalar sagðir selja lægra verðmat

Hagsmunasamtök heimilanna krefja efnahags- og viðskiptaráðherra um opinbera athugun á framkvæmd fjármálafyrirtækja á 110 prósenta leiðinni svokölluðu. Dæmi séu nefnilega um að lántakendum sé mismunað, í einhverjum ­tilfellum gróflega, þvert á yfirlýst markmið stjórnvalda. Dæmi séu um misháar lánaleiðréttingar, allt eftir lánveitanda, hvað sambærilegar eignir varðar, jafnvel sams konar íbúðir í sama húsi, keyptar um svipað leyti og nánast á sama verði. Samtökin vilja fá á hreint hvort jafnræðis hafi verið gætt og hvort aðferðafræði fjármálastofnana hafi verið samræmd.
Kristjana Björg Sveinsdóttir er ein þeirra lántakenda sem telja að sér hafi verið mismunað og hefur hún kært meðferð sinna mála til úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála. Hún og eiginmaður hennar fjármögnuðu kaup á íbúð sinni með láni frá Íbúðalánasjóði (ÍLS) og er Kristjana afar ósátt við afgreiðslu umsóknar sinnar. Kristjana segir geðþóttaákvarðanir matsaðila hverju sinni ráða verðmati þar sem ekki sé miðað við fasteignamat eignar, lántakendum til tjóns, eins og raunin varð í hennar tilfelli.

Borgað fyrir rétt mat?
„Við áttum rétt á að sækja um 110 prósenta leiðina og gerðum það. Við fengum fasteignasala frá ÍLS sendan til að verðmeta eignina. Ég spurði hvort ekki yrði miðað við til dæmis fasteignamat ríkisins í þessum ­efnum en það kom mér verulega á óvart þegar hann sagði mér að svo væri ekki, heldur væru fasteignarsalar frá hinum ýmsu fasteignasölum í þessu verkefni, að taka út íbúðir, og allur gangur væri á því.“ Kristjana varð svo orðlaus þegar fasteignasalinn tjáði henni að hann hefði heimildir fyrir því að ef fólk þekkti réttu aðilana í fasteignageiranum gæti það fengið hagstæðara mat. „Og hann vissi til þess að dæmi væru um að fólk greiddi sérstaklega fyrir „rétt“ mat.“ Fasteignasalinn hafi svo tjáð henni að einn gæti metið íbúðina á 17 milljónir, hann kannski 20 og þriðji kannski á 22. „Ég var svo slegin og undrandi yfir þessum upplýsingum að ég trúði vart því sem maðurinn var að segja,“ segir Kristjana. „Sumir fá margar milljónir afskrifaðar, meðan aðrir fá ekkert. Og það sem ræður því er heppni, tilviljanir eða kannski mútur,“ bætir hún við.  Lesa meira ...

Lesa ítarlegri úttekt hérna

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.