Fréttir

Spá 17% aukningu í íbúðasölu á þessu ári

Íbúðafjárfesting dróst saman um 17% árið 2010, en árið 2011 er reiknað með 17% vexti og gert er ráð fyrir talsverðum vexti út spátímann. Þó er ekki um mikla fjármuni að tefla framan af vegna þess hve lítil íbúðafjárfesting er.

Þetta kemur fram í þjóðhagspá Hagstofunnar. Þar segir að átaksverkefni ríkisins Allir vinna, sem felur í sér fulla endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu á byggingarstað árin 2011 og 2012, auk skattaívilnunar vegna vinnu sem framkvæmd er á byggingarstað árið 2011, er hvatning til íbúðafjárfestingar. Ríkisstjórnin hefur gefið í skyn í tengslum við gerð kjarasamninga að þetta átak verði framlengt.

Velta á fasteignamarkaði hefur vaxið nokkuð stöðugt þó að enn sé hún langt frá því sem mest varð árið 2007, en veltan nær varla því stigi á næstu árum. Hlutur makaskiptasamninga í sölusamningum heldur áfram að lækka sem bendir til skilvirkari markaðar.  Lesa meira ...

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.