Fréttir

Umboðsmaður Alþingis kannar útreikning verðtryggðra lána

Umboðsmaður Alþingis kannar nú hvort verðtrygging lána hafi verið vitlaust reiknuð frá upphafi.

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV og Stöðvar 2 í kvöld. Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að fá gögn og skýringar frá Seðlabankanum.

Hagsmunasamtök heimilanna leituðu til umboðsmanns Alþingis vegna málsins. Þau telja að ekki sé heimild í lögum til að verðbæta höfuðstól lána, og að eingöngu sé heimild til að verðbæta afborganir. Þá megi heldur ekki bæta slíkum verðbótum ofan á höfuðstól lána.

Í bréfi frá Umboðsmanni Alþingis til Seðlabankans segir að af þeim gögnum sem hann hafi kynnt sér verði ekki fyllilega ráðið hvernig framkvæmd þessara mála hefur verið og því óski hann eftir því að bankinn afhendi gögn sem hann telji að geti skýrt útreikning verðtryggingar. Bankinn hefur frest til 26. ágúst til að skila gögnunum.

Andrea J. Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtakanna sagði í fréttum RÚV að Andrea segir að um sé að ræða gríðarlega fjármuni ef lögfræðiálitið er rétt og að samkvæmt útreikningum hagsmunasamtakanna geti munurinn á aðferðunum við útreikninginn skipt tugum milljóna á hverju 10 milljón króna jafngreiðsluláni.  Lesa meira ...

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.