Fréttir

Ráða ekki við húsaleiguna

Húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað jafnt og þétt á árinu og er nú svo komið að margir hafa ekki orðið ráð á leigunni.

Herdís Brynjarsdóttir, starfsmaður hjá leigumiðluninni Leigulistanum, segir nýja stöðu komna upp á leigumarkaðnum. Margir hafi ekki lengur efni á að leigja húsnæði af þeirri stærð og í þeim borgarhluta sem þeir óski sér.

„Leigan virðist komin langt yfir afborganir húsnæðislána,“ segir Herdís og nefnir sem dæmi að fjögurra herbergja, 80 fermetra íbúð í 101 Reykjavík sé nú auglýst á 180.000 kr. á mánuði, alls 2,16 milljónir kr. á ári.

 Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi hjá Félagsstofnun stúdenta, tekur undir að húsaleiga sé orðin mörgum of þungur baggi. Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, tekur í sama streng og kveðst aldrei hafa séð jafnerfiðan markað.  Lesa meira ...

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.