Fréttir

Leiguhúsnæði verði fjórðungur íbúða í nýjum hverfum

Í nýjum hverfum miðsvæðis í Reykjavík verður gert ráð fyrir að leiguhúsnæði verði minnst fjórðungur íbúðarhúsnæðis, nái tillögur vinnuhóps um mótun húsnæðisstefnu borgarinnar til ársins 2020 fram að ganga. Umrædd hverfi eru til að mynda í Vatnsmýri, við Mýrargötu og við Hlemm.

Vinnuhópurinn skilaði af sér tillögum til borgarráðs í byrjun júlí og eru þær í umsagnarferli til vikuloka.
Helsta markmiðið með tillögunum er að tryggja öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir alla borgarbúa. Þá er þar sérstaklega fjallað um hlutfall leiguhúsnæðis í hverfum borgarinnar.

Sem stendur er hlutfall leiguíbúða talið vera vel undir 20% af öllu íbúðarhúsnæði í borginni, en stefna á að því að það verði fjórðungur. Þá er í tillögunum kveðið á um að við skipulag íbúðahverfa skuli tryggt að fimmtungur íbúða, hið minnsta, miðist við þarfir tekjuminni hópa.   Lesa meira ...

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.