Fréttir

Íslendingar halda sig nálægt heimahögum

Íslendingar sækjast helst eftir sumarhúsum nálægt heimili sínu á meðan Svíar, Norðmenn og Danir setja það í fyrsta sæti að hafa sumarhúsin sín við sjóinn. Þetta kemur fram í nýrri samnorrænni könnun meðal fasteignarsala, en 89% þeirra sem svöruðu könnuninni á Íslandi nefndu fjarlægð frá heimili þegar þeir voru inntir um þau sjónarmið sem helst hafi áhrif á eftirspurn eftir sumarhúsum.

Næst mikilvægast þótti umhverfið en 72% nefndu það, 42% tóku fram staðsetningu við vatn og svo sögðu 38% það mikilvægt að stutt sé í þjónustu.

21% sænskra fasteignasala töldu svo gestahús hafa mikil áhrif á kaupáhuga fólks, 10% þeirra dönsku og 1% þeirra norsku, en hjá íslenskum fasteignasölum var hinsvegar enginn sem nefndi þann kost.  Lesa meira ...

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.