Fréttir

Íbúðalán hjá MP Banka

MP banki býður nú íbúðalán sem annars vegar geta numið allt að 60% veðhlutfalls fasteignar og bera 4,3% fasta verðtryggða vexti og hins vegar eru viðbótarlán sem nema 60-80% veðhlutsfalls fasteignar og bera 5,4% verðtryggða vexti. Lán þessi eru eingöngu fyrir einstaklinga vegna íbúðakaupa til eigin nota, umfangsmikilla viðhaldsframkvæmda og endurbóta á fasteign eða til endurfjármögnunar á eldri lánum. Lögð er  sérstök áhersla á skjóta og faglega meðhöndlun umsókna.

Engin viðskiptaskilyrði

MP banki er ekki með nein viðskiptaskilyrði tengd þessum lánum frekar en á öðrum lánum eins og sumir aðrir bankar eru með. Það er mat bankans að það sé óeðlilegt að þvinga fólk í viðskipti, og hefur MP banki sent inn kvörtun til Samkeppniseftirlitsins til að leggja þeim fjölmörgu einstaklingum lið sem hafa viljað færa viðskipti sín frá öðrum bönkum til MP banka.  Lesa meira ...

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.