Fréttir

Endurgreiða 20% af vöxtum af lánum einstaklinga

Landsbankinn mun endurgreiða 20% af vöxtum af lánum einstaklinga og heimila sem greiddir hafa verið frá 31. desember 2008 til 30. apríl síðastliðins. Þetta nýtist öllum einstaklingum sem voru í skilum við bankann þann 30. apríl. Endurgreiðslan kemur til lækkunar eftirstöðva skulda en ef viðskiptavinur er skuldlaus verður endurgreiðslan lögð inn á innlánsreikning viðkomandi. Í tilkynningu frá Landsbakanum segir að endurgreiðsla vaxta af meðalháu húsnæðisláni á þessu tímabili hlaupi á hundruðum þúsunda króna. Endurgreiðslan er að hámarki 1 milljón króna. Þeir vextir sem þegar hafa verið endurgreiddir koma til frádráttar.  Lesa meira...

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.