Fréttir

Fleiri fengið synjun en samþykkt

Í lok mars samþykkti Alþingi lög um að Íbúðalánasjóður mætti færa niður fasteignalán í 110% af verðmæti eigna. Umsóknum ringdi yfir sjóðinn og hafa á annað þúsund umsóknir borist.

Um sex hundruð umsóknir hafa verið afgreiddar, um tvö hundruð og fimmtíu eru í vinnslu eða í verðmati og um átta hundruð bíða afgreiðslu

Af þeim umsóknum sem búið er að afgreiða hafa 215 verið samþykktar en 375 hafnað. - Hátt í helmingi fleiri

Soffía Guðmundsdóttir, sviðstjóri einstaklingssviðs Íbúðalánasjóðs, sagði í samtali við fréttastofu ástæðurnar geta verið tvær fyrir því að að þessum 375 umsóknum hafi verið hafnað. Annað hvort hafi matsverð eignanna ekki náð 110% veðsetningu eða þá að umsækjendur eigi aðrar eignir sem koma til frádráttar.

Umsækjendur eru þannig háðir bæði mati fasteignasala á virði eigna sinna, en það getur oft verið hærra en fasteignamat eignarinnar, svo og því hvort þeir eiga sparifé, bíla, sumarbústaði eða aðrar slíkar eignir.

Við skulum taka dæmi.

Einstaklingur skuldar 23 milljónir í íbúð sinni. Fasteignasali metur eignin á 20 milljónir. Íbúðalánasjóður miðar því við 22 milljónir sem er matsverð + 10%

Hann ætti því að fá lánið lækkað um milljón. Það gerist hins vegar ekki þar sem hann á skuldlausan bíl sem metinn er á 700 þúsund og um 500 þúsund í banka. Þessi einstaklingur fær því enga lækkun á láni sínu.  Lesa meira ...

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.