Fréttir

Íbúðakaup og bílakaup erlendis takmörkuð

Samkvæmt nýju frumvarpi efnahags- og viðskiptaráðherra um breytingar á lögum um gjaldeyrismál eru fjármagnshreyfingar vegna fasteignaviðskipta erlendis almennt óheimilar. Hinsvegar má kaupa gjaldeyri fyrir 100 milljónir, sé sýnt fram á að fasteignakaupin séu í tengslum við búferlaflutninga. Greint er frá þessu á viðskiptasíðu Morgunblaðsins í dag.

Einnig eru sett talmörk á hversu dýran bíl fólk sem flytur utan getur keypt sér ef það þarf að kaupa gjaldeyri. Samkvæmt frumvarpinu má ekki kaupa gjaldeyri fyrir meira en 10 milljónir króna vegna bílakaupa í tengslum við búferlaflutninga erlendis. Tekið er fram að slík viðskipti séu einungis heimil einu sinni.  Lesa meira ...

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.