Fréttir

Milljónamunur á endurútreikningi lána

Milljóna munur getur verið á endurútreikningi gengistryggðra lána hjá bönkunum annars vegar og óháðum sérfræðingum hins vegar. Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður hefur nú gert reiknivél sem sýnir þennan mun. Hann segir efnahags- og viðskiptaráðherra starfa í þágu fjármálafyrirtækjanna en ekki skuldara.  Guðlaugur Þór Þórðarson segir þá reiknireglu sem sett er fram í lögum um endurútreikninga gengistryggðra lána koma sér mjög illa fyrir lántakendur. Hann hefur sett upp reiknivél á heimasíðu sinni og fékk tvö lögfræðifyrirtæki til hjálpa sér við útreikninginn.

„Menn láta eins og það hafi aldrei orðið eða aldrei gerst og fólk er þess vegna að greiða miklu meira eftir endurútreikninginn en það þyrfti þrátt fyrir að vera með kvittanir í höndunum um að það hafi greitt niður höfuðstólinn," segir Guðlaugur.

Tökum dæmi um tuttugu og fimm milljóna króna gengistryggt myntkörfulán. Samkvæmt reiknireglu laganna er höfuðstóll lánsins nú tæpar 35 milljónir. GK endurskoðun tekur hins vegar tillit til þess að greitt hafi verið inn á höfuðstól lánsins og að vextir Seðlabankans gildi frá upphafi. Samkvæmt því stendur lánið nú í rúmum 30 milljónum. Mismunurinn: 4,5 milljónir króna.  Veritas lögmenn gera ráð fyrir að Seðlabankavextirnir taki ekki gildi fyrr en eftir dóm Hæstaréttar síðasta sumar. Þá ætti höfuðstóll 25 milljóna króna lánsins nú að standa í tæpum 19 milljónum. Mismunurinn fimmtán og hálf milljón króna.

„Ég hef reynt að hlusta eftir útskýringum ráðherra og hann hefur bæði borið fyrir sig skilningsleysi með áberandi hætti og sömuleiðis þá hefur hann talað um það að þetta sé eitthvað sem hann telji til hagsmuna fyrir lántakendur en það er ekki nokkur einasta leið að komast að þeirri niðurstöð," segir Guðlaugur.

Er ráðherra þá að vinna í hag fjármálastofnanna?

„Í það minnsta þá kemur þessi reikniregla vel út fyrir fjármálafyrirtækin en illa út fyrir lántakendur," segir Guðlaugur.   Hann hvetur fólk til að skoða lánamál sín vel.  Lesa meira ...

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.