Fréttir

Arion banki býður viðskiptavinum hagstæð íbúðalán

Viðskiptavinum Arion banka bjóðast ný og hagstæð íbúðalán frá og með mánudeginum 9. maí. Lánin bera fasta vexti út lánstímann sem eru betri en þau vaxtakjör sem nú bjóðast á íslenskum bankamarkaði.

Um er að ræða verðtryggð íbúðalán. Annars vegar lán sem nema allt að 60% veðhlutfalli fasteignar, bera 4,30% fasta vexti og eru til 25 eða 40 ára. Hins vegar viðbótarlán sem nema frá 60% til 80% veðhlutfalli fasteignar, bera 5,40% fasta vexti og eru til allt að 25 ára. Til að eiga kost á láni þurfa viðskiptavinir að standast greiðslumat bankans.  Lesa meira ...

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.