Fréttir

Gríðarleg aukning í sölu á fasteignum

Það varð gríðarleg aukning í sölu á fasteignum á höfuðborgarsvæðinu í apríl miðað við tölur sem Fasteignaskrá gaf út í dag.

Þinglýstum kaupsamningum um fjölbýlishús á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 84% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Þeir voru 147 í fyrra, en 271 í apríl í ár. Sé horft til veltu er aukningin enn meiri, eða um 89%. Hún var um 3,4 milljarðar króna í fyrra en um 6,4 milljarðar í ár.

Svipaða sögu er að segja af samningum á höfuðborgarsvæðinu um sérbýli. Þar fjölgaði kaupsamningum úr 34 frá því í fyrra í 66 í ár, eða um 94%. Miðað við veltu er aukningin um 80%, en hún fór úr tæpum 1,5 milljörðum króna í 2,7 milljarða.  Lesa meira ...

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.