Fréttir

Almenn útlán ÍLS aukast

Almenn útlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) til íbúðakaupa námu 2,3 mö.kr. í mars og jukust um nærri 30% á milli ára. Voru þetta einnig mestu almennu útlán sjóðsins í einum mánuði það sem af er ári. Heildarútlán sjóðsins í síðasta mánuði voru hins vegar 13% minni en fyrir ári síðan, en þau námu alls 2,6 mö.kr. samkvæmt nýbirtri mánaðarskýrslu sjóðsins. Munurinn liggur í því að útlán vegna leiguhúsnæðis í mars voru einungis fjórðungur af því sem var fyrir ári síðan.

Breyttir tímar
Útlán ÍLS til íbúðakaupa námu alls 5,1 ma.kr. á fyrsta fjórðungi ársins. Er það 30% aukning frá sama tímabili í fyrra, en hins vegar talsvert lægri fjárhæð en á þessum tíma fyrir tveimur árum síðan. Virðist sem útlán sjóðsins séu heldur að sækja í sig veðrið eftir hrun, þótt þau eigi enn langt í land með að ná því magni sem tíðkaðist fyrir hrunið. Má þar nefna að útlán ÍLS til íbúðakaupa námu 11,3 mö.kr. á fyrsta fjórðungi ársins 2007, og voru þar með ríflega tvöfalt meiri en raunin var á fyrstu mánuðum þessa árs.  Lesa meira ...

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.