Fréttir

Mikið spurt um lóðir í Kópavogi

Formaður bæjarráðs Kópavogs segir mikið spurt um lóðir í bæjarfélaginu. Frá áramótum hafa Kópavogsbæ borist 11 umsóknir um lóðir fyrir sérbýli og átta umsóknir um fjölbýlishúsalóðir.

Á sama tímabili á síðasta ári var einungis sótt um tvær sérbýlislóðir. Í morgun þurfti að draga milli tveggja umsækjenda um sömu lóðina en það er í annað sinn sem það gerist eftir bankahrun, að því er fram kemur á vef bæjarfélagsins.

Þar segi Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs, að um afar jákvæðar fréttir sé að ræða. „Hér í Kópavogi eigum við lóðir á mjög eftirsóttum stöðum og augljóslega eru þetta lóðirnar sem fyrstar ganga út á höfuðborgarsvæðinu. Það er mikið spurt núna um lóðir í bænum, bæði undir sérbýli  og fjölbýli og ég veit að byggingaraðilar eru að fara af stað með framkvæmdir á einhverjum þeirra.“  Lesa meira ...

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.