Fréttir

OECD: Kostnaður við íbúðakaup einna minnstur á Íslandi

Samkvæmt nýrri skýrslu OECD um húsnæðismarkaðinn meðal aðildarlanda samtakanna kemur fram að kostnaður við íbúðakaup er minnstur á Íslandi og í Danmörku. Hér er átt við heildarkostnað, það er bæði hjá kaupendum og seljendum.

Í skýrslunni kemur fram að þessi kostnaður hjá Íslendingum og Dönum er innan við 4% af verðmæti fasteignarinnar. Raunar er þessi kostnaður í Danmörku aðeins 2,2%. Hæstur er þessi kostnaður í Belgíu, Frakklandi og Grikklandi þar sem hann nemur um 14% af verðmæti eignarinnar. Með kostnaði er átt við atriði eins og þóknun til fasteignasala, þinglýsingar og stimpilgjöld.  Lesa meira ...

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.