Fréttir

Skuldir færðar niður í 110%

Lántakendum í greiðsluvanda með yfirveðsettar eignir býðst að fá eftirstöðvar skulda færðar niður að 110% af verðmæti fasteignar, samkvæmt samkomulagi um skuldavanda heimilanna sem kynnt var í dag.

Niðurfærslu skulda eru settar takmarkanir. Annars vegar er um að ræða niðurfærslu að hámarki 4 milljónir króna hjá einstaklingi og 7 milljónir króna hjá hjónum/sambýlisfólki og einstæðum foreldrum, sem ætlunin er að afgreiða megi hratt.

Mun ítarlegra mat á eignum og greiðslugetu þarf að koma til ef um meiri niðurfærslu er að ræða, að hámarki 15 milljónir króna hjá einstaklingi og 30 milljónir króna hjá hjónum/sambýlisfólki og einstæðum foreldrum.   Lesa meira ...

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.