Fréttir

Botni verðfalls væntanlega senn náð

Verð á íbúðum hefur lækkað um þriðjung að raungildi frá því það var í hámarki á árinu 2007 en áætlað er að botni verðfallsins sé nú senn náð og gert er ráð fyrir fremur litlum breytingum á íbúðaverði næstu misserin. Þetta kemur fram í nýrri hagspá hagdeildar ASÍ fyrir tímabilið 2010-2013.

Þröng staða heimilanna og mikil óvissa hafa dregið verulega úr eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði, þótt markaðurinn hafi heldur tekið við sér á síðari hluta þessa árs.

Því er gert ráð fyrir að íbúðafjárfestingar verði takmarkaðar næstu tvö árin en að þær taki að aukast á ný á síðari hluta árs 2012 og á árinu 2013, samkvæmt spá ASÍ.   Lesa meira...

Hagspá ASÍ má nálgast hér

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.