Fréttir

Fyrrverandi eigendur geta kaupleigt íbúðirnar sínar

Hundruð íbúða sem íbúðalánasjóður hefur keypt á nauðungarsölu verða boðnar fyrrverandi eigendum til kaupleigu á næstu mánuðum - án útborgunar, samþykki alþingi hugmyndina.

Gagnrýnt hefur verið að hundruð íbúða sem Íbúðalánasjóður hefur keypt á nauðungarsölum standi tómar, sjóðnum og þjóðinni, til byrði. En sjóðnum hefur ekki mátt leigja þær á almennum markaði.

Nú hefur ríkisstjórnin hins vegar samþykkt frumvarp sem - ef alþingi samþykkir það - heimilar sjóðnum að bjóða íbúðir til kaupleigu. Í dag á sjóðurinn um 800 íbúðir á landinu.

Byrjað verður á þeim 250 íbúðum sem nú eru leigðar fólki sem átti eða leigði íbúðirnar við nauðungaruppboð - en allar íbúðir sjóðsins fara svo inn í kerfið.  Lesa meira ...

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.