Fasteignaspjallið

Fasteignaspjallið

Húsaskjól kynnir nýja þjónustu, Fasteignaspjallið.  Fasteignaspjallið er fyrir alla í fasteignahugleiðingum, bæði kaupendur og seljendur.  Annan hvern miðvikudag frá 16:00-18:00 gefst öllum aðilum sem eru í fasteignahugleiðingum kostur á að panta tíma sér að kostnaðarlausu og fá ráðgjöf hvort sem það tengist kaupum eða sölu.  Engin krafa er gerð um viðskipti eða væntanleg viðskipti heldur er þetta eingöngu hugsað sem startpallur fyrir aðila sem eru að hugsa um fasteignaviðskipti og vita ekki alveg hvað fyrsta skrefið er. 

Kaupendur:

* Hvenær er rétti tíminn til að kaupa?

* Á að kaupa eða leigja?

* Hvaða fjármögnun er í boði?

* Við eigum eftir að selja en þurfum að stækka við okkur, hvaða kostir eru í boði?

* Og svo margt annað sem getur vafist fyrir fólki

Seljendur:

* Er að íhuga sölu á næstu 12 mánuðum, hvað er fyrsta skrefið?

* Hvernig er best að undirbúa fasteign fyrir sölu?

* Við erum að flytja erlendis í nokkur ár, er betra að selja eða leigja eignina?

* Við erfðum eignina, getum við selt hana strax aftur, þurfum við að greiða söluhagnað?

* Og svo margt annað sem getur vafist fyrir fólki

Húsaskjól ráðleggur öllum að hafa tímann fyrir sér þegar kemur að kaupum eða sölu, þar sem góður undirbúningur skilar yfirleitt betri viðskiptum á skemmri tíma.

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.