Ýmsir dómar

Ýmsir dómar

Fasteignakaup. Forkaupsréttur. Veðbókarvottorð. Þinglýsing.

 Með kaupsamningi 8. nóvember 2000 keypti SK tiltekna fasteign af SJ, en ekki var við kaupin gætt forkaupsréttar A og systkina hennar, sem kveðið hafði verið á um í afsali þeirra til SJ 15. janúar 1981. Við gerð fyrrgreinds kaupsamnings lá frammi veðbókarvottorð, dagsett 1. nóvember 2000, þar sem forkaupsréttarins var ekki getið en vísað til þinglýsingarnúmers fyrrnefnds afsals. Í ljós var leitt að við þinglýsingu afsalsins var athugasemd um forkaupsréttinn ekki færð í þinglýsingabók. Af hálfu systkinana var þess krafist að viðurkenndur yrði forkaupsréttur þeirra og að SJ yrði gert skylt að selja og afsala fasteigninni til þeirra gegn greiðslu með sömu kjörum og skilmálum og greindi í kaupsamningi SJ við SK. Við úrlausn málsins var til þess litið að SJ var við söluna til SK grandsamur um þinglýstan forkaupsrétt systkinanna og að þau höfðu ekki átt þess kost að neyta þess réttar síns þar sem eignin var ekki auglýst. Tekið var fram að það heyrði til vandaðra hátta við fasteignakaup og væri almennt nauðsynlegt, að auk veðbókarvottorðs lægju fyrir þýðingarmikil skjöl um viðkomandi eign, þ.á m. eignarheimild seljanda. Þá hefði SK haft nokkurt svigrúm til að leita annarra úrræða eftir að þeim barst tilkynning forkaupsréttarhafa um að þau vildu neyta þess réttar. Með hliðsjón af þessu var ekki talið rétt að víkja hinum eldri þinglýsta rétti til hliðar á grundvelli 18. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978 vegna kaupsamnings SJ og SK. Var því fallist á kröfur A og systkina hennar.   Lesa meira ...