Blogg

17jún

EM fárið

Er fasteignamarkaðurinn ekki alveg dauður núna, spurði einn góður vinur minn, er ekki hálf þjóðin í Frakklandi að fylgjast með strákunum á EM og hin límd fyrir framan sjónvarpið?  Umm, nei, það er nú ekki alveg svo slæmt, í fyrsta lagi er nú ekki nema 10% af þjóðinni í Frakklandi sem þýðir að 90% eru ennþá hérna á klakanum og í öðru lagi er nú bara fullt af fólki sem bara fylgist ekki með fótbolta, samanber konuna sem hringdi í mig þegar 15 mínútur voru liðnar af fyrsta leik íslenska liðsins á EM.  

Sumarið, óháð EM í fótbolta, er eimitt oft frábær tími til að kaupa og selja fasteign.  Það er bjart úti, eignirnar njóta sín, það er auðveldara fyrir kaupendur að skoða eignirnar  og hús með görðum eru uppá sitt besta.   Þrátt fyrir að þetta sé tími sumarleyfa og ferðalaga þá er það nú samt þannig að þeir sem eru að kaupa og selja á sumrin eru mjög ákveðnir viðskiptavinir, enda fáir sem nenna að eyða sumrinu í að kanna markaðinn.  Þeir kaupendur sem eru að skoða eru klárir í kaupin og þeir seljendur sem setja á sölu á sumrin eru einnig tilbúnir í að taka næsta skref varðandi fasteignaviðskipti.  Núna, sumarið 2016 er seljendamarkaður, eignir seljast yfirleitt hratt og á góðu verði, það eru fáar sambærilegar eignir til sölu hverju sinni, en hins vegar er líka mikill hraði þannig að nýjar eignir koma reglulega inn.  Það skiptir því miklu máli að undirbúa eignina vel fyrir sölumeðferð og verðleggja hana rétt þar sem kaupendur fylgjast vel með og ef eignir eru búnar að vera einhvern tíma á sölu þá hafa þeir frekar tilhneigingu til að bjóða þær niður heldur en að borga ásett verð.  Einnig er bara eitt tækifæri sem seljandinn hefur til að koma með nýja eign á markaðinn.  Við hjá Húsaskjól leggjum mikinn metnað í að undirbúa eignir sem best fyrir sölumeðferð og notum t.a.m. stílista, fagljósmyndara og kynnum eignina á sem fjölbreyttasta máta, bæði á samfélagsmiðlum, fasteignavefjum, heimasíðu Húsaskjóls og jafnvel erlendis en Húsaskjól er eina íslenska fasteignasalan sem er í samstarfi við Leading Re.   Einnig tókum við saman nokkur góð ráð um hvernig best er að undirbúa eign í sölu. 

En auðvitað er það svo að þegar 10% af þjóðinni er á EM í Frakklandi þá eru sannarlega færri bæði að kaupa og selja, við mælum því með því að nýta næstu vikur vel, hvort sem þið eigið eftir að kaupa eða selja.  Við skelltum í skemmtilegan EM leik fyrir seljendur  og því tilvalið að slá 2 flugur í einu höggi, skella eigninni á sölu og eiga mögulega á huggulegu kvöldi.

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.