Blogg

21nóv

Er góður tími til að setja á sölu?

Sex árum eftir að fasteignamarkaðurinn fór að dragast verulega saman, er ýmislegt sem bendir til þess að markaðurinn sé að taka við sér, verðin eru að hækka og færri eignir eru til sölu á hverjum tímapunkti, þannig að það er farin að myndast eftirspurn eftir ákveðnum eignum og ákveðnum svæðum og rétt verðlagðar eignir sem þar koma inn seljast yfirleitt hratt og vel.  Það er jafnvel farið að berjast um góðar eignir og mýmörg dæmi um að fleiri en eitt tilboð komi í ákveðnar eignir og þær fara á yfirverði, þ.e. seljast á hærra verði en ásettu verði.  Lánakjör eru einnig betri en í langan tíma og stórir hópar kaupenda sem hafa haldið að sér höndum í langan tíma eru núna að koma inn á markaðinn.  Vísitala íbúðaverðs er einnig orðin hærri en hún var fyrir hrun (en hafa þarf í huga að húsnæðislánin hafa hækkað gífurlega mikið þannig að raunverð eignarinnar er ennþá mun lægra en fyrir hrun).  Smelltu hér til að lesa meira ....

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600