Blogg

28okt

Hvað er hægt að kaupa dýra eign?

Kaupendur og þá sérstaklega fyrstu kaupendur renna oft blint í sjóinn með hvað þeir geta keypt dýra eign.    Fyrir góðæri þá var reglan sú að kaupendur fóru fyrst í greiðslumat til að vita hvað þeir gátu keypt dýra eign og fóru svo og leituðu að draumaeigninni í réttum verðflokki.  Þegar bankarnir komu inn á lánamarkaðinn af fullum þunga, þá þurfti allt að gerast í gær, það varð of mikið að gera hjá þeim og bankarnir hreinlega hættu að greiðslumeta fólk fyrir tilboð, kaupendum var einfaldlega sagt að kaupa fyrst og koma svo í greiðslumat.  Þessi leið setur marga í klemmu, fólk ofmetur eða jafnvel vanmetur kaupgetu sína, gerir tilboð og eftir 2-3 vikur þegar bankinn er loksins búinn að vinna greiðslumatið þá kemur stundum nei, þá er seljandinn jafnvel líka búinn að gera tilboð og þá yfirleitt með fyrirvara um að sitt tilboð gangi eftir og dæmi eru um 4-5 aðila í einni keðju sem síðan hrynur þegar fyrsti aðilinn fær ekki greiðslumat.   Íbúðalánasjóður gerir fólk kleift að vinna bráðabirgðagreiðslumat á vefnum  hins vegar lána þeir að hámarki 20.000.000 þannig að margir hafa ekki tök á því að nýta sér lánafyrirgreiðslu sjóðsins, auk þess sem þeir eru ekki byrjaðir að lána óverðtryggð lán og því ekki valkostur fyrir þá sem vilja taka óverðtryggð lán.  Hins vegar gefur þetta verðmat einhverjar hugmyndir um hversu dýrt má kaupa, bankarnir eru þó strangari í greiðslumati og því ekki hægt að ganga að þessu vísu.   Fyrir stuttu tókum við síðan eftir að Arionbanki er farin gera bráðabirgðagreiðslumat fyrir viðskiptavini á staðnum og einnig geta viðskiptavinir gert bráðabirgðagreiðslumat á vefnum til að fá formlegt greiðslumat þarf síðan að fara í útibú bankans.   Húsaskjól fagnar þessu framtaki og vonar að aðrir bankar bjóði upp á þetta sem fyrst þannig að kaupendur geti aftur byrjað á réttum enda á fasteignaviðskiptum, þ.e. finna út hvað þeir geta keypt dýra eign og fundið síðan eign í samræmi við kaupgetu.  Þetta getur líka skipt sköpum þar sem markaðurinn er farinn að taka við sér og stundum fleiri en einn kaupandi að gera tilboð í sömu eignina.  Þá er kaupandinn sem búinn er að fara í greiðslumat og með allt sitt klárt mun sterkari kaupandi en aðrir sem hafa ekki kannað sína greiðslugetu.
Húsaskjól ráðleggur því öllum sem eru ákveðnir í að kaupa fasteignir á næstunni að byrja á því að fara í greiðslumat og finna svo draumaeignina.

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.

 

 

 

Húsa