Blogg

16nóv

Umboð í fasteignaviðskiptum

Það er ótrúlega algengt að fólk í fasteignahugleiðingum rekist á réttu eignina þegar makinn er að heiman, t.d. í vinnuferð erlendis.  Það er því mikilvægt að vera með umboð frá maka til að geta skrifað undir t.d. tilboð fyrir hans hönd.  Einnig eru margir fluttir annað og eiga erfitt með að mæta í kaupsamninga og afsöl og því þægilegt að gefa aðila sem maður treystir umboð sitt til að ganga frá samningum fyrir sína hönd.  Húsaskjól er með sniðmát af umboðum fyrir sölu á fasteignum og kaup á fasteignum.

Það er hins vegar mikilvægt að velja sér aðila sem maður treystir því að umboðsmaður hefur í raun sömu réttindi og völd og kaupandinn og/eða seljandinn.

Stundum flækist það fyrir fólki hvernig á að skrifa eftir umboði og því tók Húsaskjól  saman smá leiðbeiningar varðandi umboð.

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.