Blogg

16mar

Gífurleg aukning í fasteignaviðskiptum.

Eins og Húsaskjól hefur ítrekað bent á er fasteignamarkaðurinn smátt og smátt að taka við sér.  Í síðustu viku voru 102 þinglýstir samningar og þarf að leita aftur til mars 2008 til að finna viku með meira en 100 þinglýstum samningum.   Það er margt sem veldur því að þinglýstum kaupsamningum fjölgar.  Í fyrsta lagi heldur lífið einfaldlega áfram.  Fólk heldur áfram að eignast börn og það eru takmörk fyrir því hvað er hægt að koma mörgum börnum fyrir í 70 fm. íbúð... Í öðru lagi er mjög léleg ávöxtum á bankabókum í dag og þrátt fyrir að það sé aldrei hægt að spá fyrir um hvernig fasteignaverð þróast, þá er skuldlaus eign alltaf betri en neikvæð ávöxtun í banka auk þess sem tímabundnar sveiflur í fasteignaverði skipta engu máli á meðan það er ekki verið að selja eignina.  Í þriðja lagi bendir ýmislegt til að botninum sé náð og það er alltaf betra að fjárfesta í fasteign á fallandi markaði (kaupendamarkaður) heldur en hækkandi markaði (seljandamarkaður) og ef kaupandinn er ákveðinn í að kaupa á næstu 6-12 mánuðum þá er líklegra að hann geri betri kaup núna heldur en eftir 6-12 mánuði.  Að lokum eru margir fastir með peninga vegna gjaldeyrishaftanna og telja þeim betur varið í steinsteypu heldur en á bankabók.   Það eru því spennandi tímar framundan á fasteignamarkaði og verður gaman að sjá hvort að þinglýstum kaupsamningum fjölgi áfram hægt og bítandi. 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.