Blogg

21jan

Er lítið að gerast á fasteignamarkaði?

Ég spyr mig stundum hver sé tilgangurinn með villandi fyrirsögnum fjölmiðla.  Þetta er fyrirsögn hjá www.mbl.is í dag - Lítið að gerast á fasteignamarkaði, sé fyrirsögn bara skoðuð dregur lesandinn væntanlega þá ályktun að fasteignamarkaðurinn sé botnfrosinn enn og aftur, ennfremur bendir öll fréttin til þess.  Hins vegar ef rýnt er í fréttina og hún skoðuð betur kemur eftirfarandi í ljós.  Tímabilið sem um er rætt er 14. janúar til 20. janúar.  Þar sem ferli frá tilboði til kaupsamnings tekur alltaf nokkrar vikur má leiða að því líkum að þetta séu tilboðin sem hafa verið verið samþykkt seinni hlutann í desember og milli jóla og nýárs sem er rólegasti tími ársins enda að mörgu öðru að hyggja heldur en fasteignakaupum.  Þessi fyrirsögn er í því best lagi villandi.  Ekki tekur betra við þegar fréttin er lesin.  Þar kemur fram "Að meðaltali hefur 36 kaupsamningum verið þinglýst á viku á höfuðborgarsvæðinu á síðustu þremur mánuðum, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands."  Hérna er hægt að skoða tölulegar upplýsingar frá Þjóðskrá. Þar kemur fram að frá 1.október 2010 til 30. desember 2010 voru þinglýstir samningar á höfuðborgarsvæðinu 881 eða meðaltali 68 samningar á viku.  Það er því spurning hvernig talan 36 var fundin?  Er ekki betur heima setið en að skrifa rangar villandi fréttir?

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.