Blogg

31ágú

Tugprósenta aukning í þinglýsingum kaupsamningum

Þegar bornar eru saman síðustu 2 vikur má sjá gífurlega aukningu í þinglýstum samningum.  Vikan 6.-12. ágúst voru þinglýstir samningar 42 en vikuna 20.-26.ágúst voru þeir 55 eða 30% aukning.   Auðvitað má alltaf segja að þetta séu svo fáir samningar og stutt tímabil að þetta sé ekki marktækt en ef við berum saman síðustu 4 vikurnar og sama tíma í fyrra þá er aukninginn 27% þannig að það er augljóst að það er að færast meira líf í markaðinn þó að það sé enn langt í land að hann sé kominn í jafnvægi.  Flestir sem vinna við fasteignasölu geta verið sammála um að botninum sé náð, það eru fleiri kaupendur að koma á markaðinn, meira um skoðanir og augljóslega fleiri samningar.  Auk þess er væntingarvísitalan á uppleið og hljóðið í neytendum ekki verið svona gott síðan fyrir hrun.

Það eru því spennandi tímar framundan og verður fróðlegt að sjá hvernig haustið þróast.

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.