Blogg

30júl

Hvenær er besti tíminn til að kaupa fasteign?

Síðustu mánuði hefur verið augljóst að markaðurinn er að skána, fleiri kaupsamningum hefur verið þinglýst en á sama tíma í fyrra, sbr. tölur frá Fasteignaskrá Íslands.

Margir sem hafa verið að bíða með að stækka við sig síðan fyrir hrun hafa einfaldlega ekki getað beðið lengur, ýmsar breytingar í lífi þeirra, jafnvel búnir að stækka fjölskylduna, gera það að verkum að gamla íbúðin er einfaldlega orðin of lítil og þeir geta ekki beðið lengur.

Þá er það alltaf stóra spurningin, er ekki best að kaupa þegar botninum er náð.  Vandamálið er að enginn veit hvenær botninum er náð.  Fasteignasalinn telur hins vegar að það sé alltaf betra að kaupa á kaupandamarkaði en á seljandamarkaði.  Það er erfitt að hitta nákvæmlega á lægsta mögulega verðið, enda eru húsnæðiskaup langtímafjárfesting og því skiptir engu máli hvort að verðið lækki næstu 6- 12 mánuði ef þú ætlar að eiga eignina til lengri tíma.  Það er því mat Fasteignasalans að sé markmiðið að eiga eignina til lengri tíma, amk 2-3 ár þá sé frábær tími til að kaupa núna.  Það er kaupendamarkaður sem þýðir að það er mikið úrval af eignum sem koma til greina og hægt að gera góð kaup, sérstaklega ef um bein kaup er að ræða.  

Það sem þarf nefninlega að hafa í huga er að um leið og botninum er náð þá fara verðin að hækka aftur, það er því alltaf betra að kaupa í fallandi markaði heldur en hækkandi.

Greiningardeild Íslandsbanka telur að aðstæður á húsnæðismarkaði séu mun skárri en áður.  Fleiri kaupendur séu að koma inn, leiguverð er að hækka og vextir að lækka og að fram séu komin fyrstu merki þess að kreppunni sé að ljúka, sjá morgunkorn Íslandsbanka

Húsaskjól er því bjartsýn á framhaldið og telur að kaupsamningum eigi eftir að fjölga þegar líður á árið.

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.